Molar frá Ármóti - safn eldri frétta

 

12. maí 2007
Russia
- Pekka, Lorenzo og Hafliði Halldórsson við kynningu á íslenska hestinum í Rússlandi. Ármótabúið er þátttakandi í kynningu á íslenska hestinum í Rússlandi ásamt mörgum hagsmunaðilum bæði frá Íslandi og Finnlandi.

19. apríl 2007 Ás frá Ármóti Í dag Sumardaginn fyrsta og á fyrsta degi Hörpu opnum við sérstakan vef fyrir Ás frá Ármóti. Umsjónarmaður vefsins verður Fjölnir Þorgeirsson og samstarfsmenn hans hjá Hestafréttum. Æ'tlunin er að fylgjast sérstaklega með Ás sem væntanlegum kynbótahesti og munu því afkvæmi hans fá sérstaka athygli, jafnt og þeim fjölgar.


11. mars 2007
Hrymur frá HofiHrymur frá Hofi IS1997156109 verður að Ármóti fyrra gangmál í sumar, þ.e. frá 20. júní. Þeir sem hafa áhuga að halda merum undir Hrym frá Hofi hafi samband við Hafliða í síma 896 3636. Hrymur frá Hofi er undan Skorra frá Blönduósi syni Orra frá Þúfu og undan merinni Hlökk frá Hólum, en faðir hennar er Feykir frá Hafsteinsstöðum.

 

1.mars 2007
Afkvæmi Ás frá ÁrmótiÁs frá Ármóti verður í sumar að Ármóti, þannig að þeir sem hafa áhuga að halda merum undir þennan skemmtilega hest, er bent á að hringja í Hafliða 896-3636. Þó Ás frá Ármóti sé aðeins 6 vetra er hann kominn með 8.45 í aðaleinkun og þar með einn af hæst dæmdu hestum í heimi.

Tvö afkvæmi Ás frá Ármóti í júní 2006.

 

8. janúar 2007
Aðalfundur Sæsfélagsins var haldin síðustu helgi. Að sögn Halfiða voru fundamenn mjög ánægðir með árangur hestsins og hvernig markaðssetning á honum hafi tekist á árinu 2006 og svo ekki sé talað um Sær frá Ármótifyljunarhlutfall hans.

Frjósemi Sæs var með besta móti en 80 merar voru hjá honum í fyrra og af þeim voru tvær geldar og tvær ósónaðar, þannig að 76 merar eru fylfullar.


Á fundinum voru teknar ákvarðanir um notkun, þjálfun og annað fyrir árið 2007 og 2008. Knapi á Sæ í fyrra var Þórður Þorgeirsson. Á hann heiður skilinn fyrir góðan árangur með hestinn.
Sær verður til afnota í Ármóti í hús, fyrra og seinna gangmál.

23.nóvember 2006
Steingrímur Sigurðsson mun verða aðaltamningamaður á Ármóti í vetur. Það er mikill fengur að krækja í Steingrím, þar sem betri reiðmenn finnast varla, enda var hann kjörinn knapi ársins  nýverið. Steingrímur mun flytjast með konu og börn að Hvolsvelli, þannig að stutt verður fyrir hann í hesthúsin á Ármóti. Við óskum Steingrími til hamingju með þennan frábæra árangur á keppnisvöllum landsins í ár, um leið og við bjóðum hann velkominn til starfa.

18.07.2006

Landsmot 2006Mikil ásókn er í að halda merum undir þá feðga Sæ frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti, þannig að langir biðlistar hafa myndast. Hér má skoða nokkrar myndir af þeim feðgum á Landsmóti 2006, teknar af starfsmönnum www.hestafrettir.is og birt með þeirra leyfi. meira

30.06.2006
Afkvæmi Sæs frá Bakkakoti vöktu mikla lukku fyrir framgöngu sína á Landsmóti hestamanna í Skagafirði. Ás frá Ármóti var sýndur til kynbótadóms of fékk hann glæsilega dóma. Vakti skeiðið mikla athygli og hlaut hann 9.5, en lýsingin var "Ferðmikið Takthreint Öruggt Mikil fótahreyfing". Hér má sjá dóminn frá Landsmótinu.

30.06.2006
Sær frá Bakkakoti fékk eftirfarandi umsögn á Landsmóti hestamanna í Skagafirði, þegar hann hlaut fyrsta sæti af stóðhestum með 1.verðlaun.

Umsagnir um stóðhesta með 1. verðlaun fyrir afkvæmi:

" 1. sæti Sær frá Bakkakoti
Sær gefur stór hross með skarpt og svipgott höfuð. Hálsinn er reistur og mjúkur en djúpur og herðar háar, bakið er mjúkt og lendin öflug en stutt. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá. Fætur eru frekar grannir með öflugar sinar, réttleiki slakur afturfætur nágengir og framfætur útskeifir, hófar góðir. Sær gefur taktgott og skrefmikið tölt og brokk hvort tveggja með góðum fótaburði, en skeiðið ágætt sé það er fyrir hendi. Stökkið er hátt og teygjugott og viljinn ásækinn.
Sær gefur myndarleg en óprúð hross, flest alhliðageng, þau eru fljót til, vel viljug og fara vel með ágætum fótaburði. Sær hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið."

Hér má sjá lista yfir afkvæmi Sæs með einkunn, sem hann hlaut fyrsta sætið fyrir. Skoða nánar.

15.06.2006
Enn bætir Sær frá Bakkakoti í afrekaskrá sína. Á héraðssýningunni í Glaðheimum fyrr í mánuðinum fékk hann 8,62 í aðaleinkun og 9,05 fyrir hæfileika. Nú svo hefur Þórður verið að taka hann til kostanna og verður spennandi að sjá hann á Landsmótinu í sumar þar sem hann mun keppa í A flokki gæðinga. Hér er dómurinnn í heild sinni frá Glaðheimum.

10.06.2006
Animal Planet nýtur gestrisni okkar að Ármóti.

Tökulið frá sjónvarpsstöðinni Animal Planet er statt hér á landi til að gera heimildarþátt um Íslenska hestinn. Ætlunin er að hross frá Ármóti verði í aðalhlutverki og Hafliði mun sýna þáttastjórnendum hesta og land. Það verður spennandi að sjá afrakstur heimsóknar þessara snillinga í gerð þátta um dýralífið.

7.06.2006
lipurtáÞórður Þorgeirsson sýndi Ás frá Ármóti á Héraðs- sýningunni á Gaddstaðaflöt um helgina og fékk hann í aðaleinkunn 8,36 og Hæfileika 8,59. Ás er undan Sæ frá Bakkakoti og Bót frá Hólum.

Afkvæmi Ás eru mörg hver skjótt og virðast hin glæsilegustu eins og sést hér á myndinni til hliðar.Hér er Björk frá Bakkakoti með bleikskjótt hestfolald sem hún kastaði í síðustu viku.


Fleiri myndir af afkvæmum Ás eru á leiðinni. Sjá nánar.

29.05.2006
Nú í lok maí voru í heimsókn á annan tug rússneskra fréttamanna frá stærstu hestatímaritum Rússlands. Létu þeir vel af vistinni og má búast við umfjöllun í Rússlandi um íslenska hestinn og veru þeirra á Ármóti.

30.04.2006
Í apríl mánuði héldum við skemmtilega hestasýningu í tilefni komu Unnar Birnu, Miss World 2006 og Monty Roberts, hinum heimsfræga hestahvíslara. Margir frábæri knapar komu saman og tóku marga gæðinga til kostanna. Síðan var haldin mikil matar og drykkjarveisla í Grillskálanum okkar. Frábær dagur með frábæru fólki. Skoða fleiri myndir.

2.03.2006
Mikil spenna er hjá okkur með Sæ frá Bakkakoti og afkvæmi hans sem eru í þjálfun á Ármóti. Margar fallegar merar undan klárnum verða sýndar í vor og svo er það sonur hans Ás frá Ármóti, sem stöðugt er að bæta sig. Aðaleinkun hans 8.26 og hæfileikaeinkun 8.45, sem hann fékk í sumar aðeins 5 vetra, sýnir að hann er spennandi kostur til brúkunar. Nú svo skemmir ekki fyrir að hann gefur mikið skjótt. Kynnið ykkur nánar með stóðhesta á Ármóti í sumar, með að hafa samband við Hafliða í síma 896 3636.

28.02.2006
Ármót grillskaliGrillskálinn að Ármóti hefur vakið mikla lukku og fjölgar stöðugt þeim hópum sem koma og heimsækja okkur með fundi og aðrar uppákomur. Þar er aðstaða fyrir hljómsveitaflutning, stórt tjald hefur verið sett upp fyrir skjávarpa og margt fleira. Hægt er að taka við allt að 250 manns í borðhald.

 Sækja eldri fréttir

30.06.2006
Sær frá Bakkakoti fékk eftirfarandi umsögn á Landsmóti hestamanna í Skagafirði, þegar hann hlaut fyrsta sæti af stóðhestum með 1.verðlaun.

Umsagnir um stóðhesta með 1. verðlaun fyrir afkvæmi:

" 1. sæti Sær frá Bakkakoti
Sær gefur stór hross með skarpt og svipgott höfuð. Hálsinn er reistur og mjúkur en djúpur og herðar háar, bakið er mjúkt og lendin öflug en stutt. Afkvæmin eru langvaxin og fótahá. Fætur eru frekar grannir með öflugar sinar, réttleiki slakur afturfætur nágengir og framfætur útskeifir, hófar góðir. Sær gefur taktgott og skrefmikið tölt og brokk hvort tveggja með góðum fótaburði, en skeiðið ágætt sé það er fyrir hendi. Stökkið er hátt og teygjugott og viljinn ásækinn.
Sær gefur myndarleg en óprúð hross, flest alhliðageng, þau eru fljót til, vel viljug og fara vel með ágætum fótaburði. Sær hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið."

Hér má sjá lista yfir afkvæmi Sæs með einkunn, sem hann hlaut fyrsta sætið fyrir. Skoða nánar.

15.06.2006
Enn bætir Sær frá Bakkakoti í afrekaskrá sína. Á héraðssýningunni í Glaðheimum fyrr í mánuðinum fékk hann 8,62 í aðaleinkun og 9,05 fyrir hæfileika. Nú svo hefur Þórður verið að taka hann til kostanna og verður spennandi að sjá hann á Landsmótinu í sumar þar sem hann mun keppa í A flokki gæðinga. Hér er dómurinnn í heild sinni frá Glaðheimum.

10.06.2006
Animal Planet nýtur gestrisni okkar að Ármóti.

Tökulið frá sjónvarpsstöðinni Animal Planet er statt hér á landi til að gera heimildarþátt um Íslenska hestinn. Ætlunin er að hross frá Ármóti verði í aðalhlutverki og Hafliði mun sýna þáttastjórnendum hesta og land. Það verður spennandi að sjá afrakstur heimsóknar þessara snillinga í gerð þátta um dýralífið.

7.06.2006
ÁrmótÞórður Þorgeirsson sýndi Ás frá Ármóti á Héraðs- sýningunni á Gaddstaðaflöt um helgina og fékk hann í aðaleinkunn 8,36 og Hæfileika 8,59. Ás er undan Sæ frá Bakkakoti og Bót frá Hólum.

Afkvæmi Ás eru mörg hver skjótt og virðast hin glæsilegustu eins og sést hér á myndinni til hliðar.Hér er Björk frá Bakkakoti með bleikskjótt hestfolald sem hún kastaði í síðustu viku.


Fleiri myndir af afkvæmum Ás eru á leiðinni. Sjá nánar.

29.05.2006
Nú í lok maí voru í heimsókn á annan tug rússneskra fréttamanna frá stærstu hestatímaritum Rússlands. Létu þeir vel af vistinni og má búast við umfjöllun í Rússlandi um íslenska hestinn og veru þeirra á Ármóti.

30.04.2006
Í apríl mánuði héldum við skemmtilega hestasýningu í tilefni komu Unnar Birnu, Miss World 2006 og Monty Roberts, hinum heimsfræga hestahvíslara. Margir frábæri knapar komu saman og tóku marga gæðinga til kostanna. Síðan var haldin mikil matar og drykkjarveisla í Grillskálanum okkar. Frábær dagur með frábæru fólki. Skoða fleiri myndir.

2.03.2006
Mikil spenna er hjá okkur með Sæ frá Bakkakoti og afkvæmi hans sem eru í þjálfun á Ármóti. Margar fallegar merar undan klárnum verða sýndar í vor og svo er það sonur hans Ás frá Ármóti, sem stöðugt er að bæta sig. Aðaleinkun hans 8.26 og hæfileikaeinkun 8.45, sem hann fékk í sumar aðeins 5 vetra, sýnir að hann er spennandi kostur til brúkunar. Nú svo skemmir ekki fyrir að hann gefur mikið skjótt. Kynnið ykkur nánar með stóðhesta á Ármóti í sumar, með að hafa samband við Hafliða í síma 896 3636.

28.02.2006
ÁrmótGrillskálinn að Ármóti hefur vakið mikla lukku og fjölgar stöðugt þeim hópum sem koma og heimsækja okkur með fundi og aðrar uppákomur. Þar er aðstaða fyrir hljómsveitaflutning, stórt tjald hefur verið sett upp fyrir skjávarpa og margt fleira. Hægt er að taka við allt að 250 manns í borðhald.

  

20.11.2005
Daníel Jónsson tamningamaður mun starfa á Ármóti í vetur. Það er mikill fengur að hafa þennan margverðlaunaða kappa í hópnum. Bjóðum við hann velkominn. Daníel er með mikinn hóp gæðinga í þjálfun eins og Þórodd frá Þóroddstöðum, Glóðar frá Reykjavík, Lykil frá Langholti, og marga aðra landsfræga stóðhesta.

Gæsaveiðifréttir: September 2005


Gæsaveiðin hófst hjá okkur 6/9 2005, 2 skyttur voru mættar og 19 gæsir lágu í valnum. Mikið er um staðbundna fugla í akri langt úti í mýri, aðallega grágæs en þó eru stöku hópar af blesgæs á ferðinni.

10.08.2005
Sigurður Vignir Matthíasson gerði góða ferð á Heimsmeistarmótið í Svíþjóð er hann sýndi Heklu frá Oddgeirshólum í hópi mera 7 ára og eldri. Hekla er í eigu Ármótabúsins. Sigurður og Hekla hlutu annað sætið með aðaleinkunn 8.24. Flott frammistaða hjá Sigurði.

Stóðhestar á Ármóti - afnot 2005
Á Ármóti eru ávallt spennandi stóðhestar brúkaðir og má þar fyrst nefna höfðingjan Sæ frá Bakkakoti. Hann hlaut í einkuni 8.54 sumarið 2003. Kynntu þér betur stóðhestaúrvalið hér.

5.07.2005 Logi Laxdal heldur áfram að sigra á keppnisvölunum, nú á Frakki frá Mýnesi sem er að hluta í eigu Ármótabúsins.
Á Fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármelum vann Logi B flokk stóðhesta:
1. Logi Þór Laxdal / Frakkur frá Mýnesi, 8,65

Við óskum Loga innilega til hamingju með stórkostlegan árangur. 

18.06.2005 Hilmir-Snær frá Ármóti - afnot 2005
Hilmir-Snær verður á Torfastöðum í Biskupstungum fyrra gangmálið í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að setja merar til hestsins skulu hafa samband við Ólaf Einarsson í síma 486-8864. Meira um Hilmi-Snæ hér.

12.06.2005 Logi Laxdal sigrar á Hilmi-Snæ frá Ármóti.
Logi Þór Laxdal og stóðhesturinn Hilmir-Snær frá Ármóti gerðu góða ferð á Félagsmót Geysis í gær er þeir sigruðui A flokk gæðinga með glæsibrag og hlutu einkunina 8,82.

27.05.2005 Sigurður Vignir Matthíasson og Hekla
Sigurður V. Matthíasson var með glæsilega sýningu á Heklu frá Oddgeirshólum sem er í eigu Ármótabúsins. Sjá má að þarna er mikið efni á ferð og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á Heimsmeistarmótinu í Svíþjóð í sumar. Hann er núverandi heimsmeistari í fimmgang og mun reyna að verja titilinn á Heklu. Nú þegar hefur hann verið að berjast um efstu sætin í keppnum vorsins.

Hekla frá Oddgeirshólum fékk 8.01 fyrir sköpulag og 8.66 fyrir kosti og aðaleinkunn 8.40. Skoða nánar dóminn á Heklu.

Áfram Sigurður!!!!

27.05.2005 Logi Laxdal
Logi Laxdal, sem nú starfar við Ármótabúið hefur verið að sýna nokkrar merar á Kynbótasýningum í vor. Má segja að árangur hans á Sörlastöðum í þessari viku sé mjög glæsilegur.

Fyrst má nefna að hann sýndi Nótt frá Ármóti, sem er í eigu búsins, með miklum glæsibrag og fékk hún 8.53 fyrir kosti 7.96 fyrir sköpulag og 8.30 í aðaleinkunn. Skoða nánar dóminn á Nótt.

Þá sýndi hann 3 eftirtaldar merar allar í góð 1.verðlaun.

Assa frá Akranesi kostir 8.31 sköpulag 8.31 aðaleinkunn 8.31
Framtíð frá Bringu kostir 8.52 sköpulag 7.92 aðaleinkunn 8.28
Svarta-Nótt frá
Fornu-Söndum kostir 8.21 sköpulag 8.28 aðaleinkunn 8.25

Til hamingju með góðana árangur Logi.

25.05.2005
Það virðist sem Ás frá Ármóti ætli að elta föður sinn Sæ frá Bakkakoti í einkunum, þar sem hann er nú sýndur 5 vetra á Sörlastöðum. Einkunn áður en kemur til yfirlitsýningar er þessi:

IS-2000.1.86-130 Ás frá Ármóti
Sýnandi: Daníel Jónsson
Mál (cm):
143 134 138 63 140 37 47 44 6,4 29,5 18,0
Hófa mál:
V.fr. 9,5 V.a. 8,7
Aðaleinkunn: 8,26
Sköpulag: 7,98 Kostir: 8,45

Hér er hægt að skoða dóminn.

17.05.2005
Höfðinginn Adam frá Ásmundarstöðum IS1993186930 er nú staddur á Ármóti og verður í húsnotkun fram til 25.júní n.k.

Ætt:
Faðir: Stígur1017 frá Kjartansstöðum IS1980187340

Móðir: Siggu-Brúnka frá Ásmundarstöðum IS1983286044


Hæsti dómur: 2000 Aðaleinkunn: 8,36

Sköpulag: 8,17

Höfuð: 8,0
Háls/herð/bógar: 8,0
Bak og lend: 8,0
Samræmi: 8,5
Fótagerð: 7,5
Réttleiki: 7,5
Hófar: 9,0

Kostir: 8,49

Tölt: 8,5
Brokk: 8,0
Skeið: 9,0
Stökk: 8,5
Vilji og geðslag: 8,5
Fegurð í reið: 8,5
Fet: 7,5
Hægt tölt: 8,0
Hægt stökk:

Þeir sem hafa áhuga að koma merum undir Adam frá Ásmundarstöðum geta haft samband við Loga Laxdal í síma 899 9847 eða Hafliða í síma 896 3636 eða sent tölvupóst á armot@armot.is.

10.05.2005 Skemmtileg Ófeigshátíð
Það var sannkallaður hátíðarbragur yfir sýningunni sem haldin var laugardaginn 7.maí s.l. á Ingólfshvoli til heiðurs höfðingjanum Ófeig frá Flugumýri, sem segja má að sé ein sú glæsilegasta sem sést hefur. Þar var m.a. sýndur Sær frá Bakkakoti með afkvæmum og einni systur í sýningu afkomenda Sælu frá Gerðum. Þar var Ás frá Ármóti einnig, flugvakur og vakti það mikla lukku hjá áhorfendum þegar hann skeiðaði fram úr föður sýnum, Sæ. Glæsileg sýning af hrossunum frá Ármóti.

27.03.2005
í dag fór fram í Egilshöll Ístöltsmótið "þeir allra sterkustu". Ás frá Ármóti var sýndur með yngri stóðhestum og gékk sýningin vel. Þá var Frakkur frá Mýnesi einnig á ísnum.

25.03.2005
19.mars s.l. fengum við góðan hóp í heimsókn sem var vegna hinnar árlegu vísindaferðar Hrossaræktarfélags Andvara. Snæddu þeir kvöldverð á Ármóti og var mikið fjör um kvöldið. Þökkum við skemmtilegum hóp fyrir heimsóknina.

20.03.2005
Margir knapar mættu á reiðnámskeið á Ármóti hjá Johan Häggbergs 11. 12. og 13 mars s.l. Mikil ánægja var bæði hjá Johanni með þátttakendur og hjá þátttakendum með námskeiðið. Margir þekktir knapar voru þátttakendur. Ákveðið var að reyna að endurtaka námskeiðið þegar tími fynndist hjá Johanni.

Þeir sem hafa áhuga á námskeiði hjá honum er bent á að hafa smanband við Hafliða.
Kynnið ykkur einnig fleiri námskeið sem eru á döfinni á Ármóti.

23.01.2005 Opið hús á Ártmóti
Einn laugardag í hverjum mánuði verður opið hús á Ármóti. Opnað verður fyrir veitingar kl 14:00 og stendur gleðin fram yfir miðnætti. Í boði er grill-matseðill allan daginn í Grill skálanum og aðrar veitingar í Sælukránni. Dagurinn endar síðan með dansi og gleði fram á nótt.

Haldin verður kynning á starfsemi Ármótabúsins og sýndir verða ýmsir gæðingar á hinum glæsilega keppnivelli við veitingahúsið.Hestamenn ekki missa af tækifæri til að skoða eitt af bestu hestabúum landsins. Allir velkomnir.

Opið hús á Ármóti er:
Laugardaginn 12. febrúar 2005
Laugardaginn 12. mars 2005
Laugardaginn 9. apríl 2005
Laugardaginn 14. maí 2005
Laugardaginn 11. júní 2005

20.01.2005 Reiðnámskeið - Undirbúningur og þjálfun keppnishesta.
Dagana 4., 5. og 6 mars 2005 verður haldið á Ármóti námskeið með hinum frábæra reiðkennara Johan Häggberg. Johan kemur frá Svíþjóð, marg verðlaunaður reiðmaður og eflaust þekktastur fyrir afrek sín á stóðhestinum Aski frá Håkansgågarden, en þeir eru m.a. núverandi heimsmeistarar í gæðingaskeiði.
Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 12 manns með sína hesta á staðnum. Að auki komast að 30 áhorfendur, sem er gert kleift að fylgjast með námskeiðinu. Möguleiki er á gistingu á staðnum ásamt morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.

Allar nánari upplýsingar veitir Hafliði í síma 896 363

Dagana 15. og 16. apríl 2005 verður haldið á Ármóti reiðnámskeið og í maí 2005 verður haldið á Ármóti reiðnámskeið með hinum stórgóða reiðkennara Olil Amble. Nánari upplýsingar um námskeiðin verður auglýst síðar.

29.12.2004 Ráðstefna Icelandair
Tæplega hundrað manns sóttu ráðstefnu Icelandair á Ármóti um miðjan desember. Reyndi þar meðal annars á nýjan ráðstefnubúnað okkar, sem settur var upp í Grillskálanum. Stöðugt fjölgar hópum sem sækja okkur heim að Ármóti. Skoðaðu myndir frá ráðstefnunni hér.

15.11.2004 Jóla og villibráðarkvöld
Jóla- og villibráðarhlaðborð fyrir hestamenn á Ármóti Rangárvöllum verður 4. desember og hefst gleðin klukkan 19:00. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður jólahlaðborðið ekki þann 19. nóvember heldur 4. desember.

Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn verður með ferðarkynningu á HM 2005 í Svíþjóð. Dans og gleði eftir matinn. Sætaferðir. Upplýsingar og miðapantanir í síma 585-4100 eða sendið tölvupóst smarinn@uu.is.

16.10.2004 Gæsaveiðifréttir
Blankalogn, fuglinn kom hátt yfir, en 20 gæsir lágu þó í valnum.

12.10.2004 Gæsaveiðifréttir
Góð veiði undanfarið, veðurfarið skiptir öllu: logn færri fuglar, vindur
veisla !

5.10.2004 Gæsaveiðifréttir
Veiði hefur gengið vel í Ármótum það sem af og enginn farið fugllaus. Mest er af staðbundnum fugli, en þó virðist fugl annarsstaðar af landinu byrjaður að tínast niður í Landeyjarnar. Má því búast við góðri veiði á næstunni.

20.09.2004 Gæsaveiðifréttir
Mikið af gæs komið í 3 kornakra, 3 gestir frá Noregi fengu 16 gæsir 15/9 og 30 þann 16/9. Sjá meira um gæsaveiði á síðunni gæsaveiði.

25.08.2004 Á Ármótum leggjum við mikinn metnað í að gestir okkar hafi það sem allra best. Veitingar okkar hafa heillað gestina, innlenda sem erlenda, enda er matreiðslumeistarinn allgjör snillingur, en hann heitir Anton Viggó Viggósson. Skoðaðu meira um feril hans á eldhúsið.

28.06.2004
Fimm kynbótahross í eigu Dan og Josefine Ewert og Hafliða verða sýnd á Landsmótinu að Hellu, en það eru stóðhestarnir Ás frá Ármóti og Hilmir Snær frá Ármóti, og merarnar Nótt frá Ármóti, Snót frá Ármóti og Nist frá Ármóti.

29.05.2004 Héraðssýning að Sörlastöðum 21.05.2004
Fjögur hross úr ræktuninni að Ármótum voru sýnd í Hafnarfirði, einn stóðhestur og 3 merar. IS2000186130 Ás frá Ármóti fékk sína fyrstu einkunn og fór strax í 1.verðlaun. Þá hækkaði IS1997286137 Nist frá Ármóti sig úr 8.0 í 8.11, IS1997286138 Íris frá Ármóti fór úr 7.82 í 8,02 og IS2000286130 Aldís frá Ármóti undan Sæ fékk 7,77 sem sína fyrstu einkunn. Skoðið nánar um hrossin hér til hliðar undir hestar.

26.05.2004 Þökkum góða heimsókn frá Icelandair
Frétt af innrivef starfsfólks Icelandair. Óvissuferð Flugdeildar Icelandair-
Miðvikudaginn 19. maí fór flugdeildin í óvissuferð. Góð þátttaka var í ferðina eða um 35 manns. Þarf kannski ekki að undrast góða þátttöku í “óvissuferð” hjá Flugdeildinni, þar sem þar er glímt við óvissuna daglega.Ferðin hófst á barnum að Hótel Loftleiðum - Flugleiðahóteli við Hlíðarfót um 4 síðdegis. Í anda þessarar miklu öryggisvæðingu fyrirtækisins þótti sjálfsagt að fólk fengi Ops. Spring Id. kort og "survival kit". Kortin höfðu að sjálfsögðu titil hvers og eins og mynd sem lýsti innri manni. Þá fékk fólk eitt stykki plástur, eyrnapinna, barnamagnel, alkaseltzer og rauða kortið til að komast heim í strætó. Lagt var af stað um fimm leytið og ferðinni heitið austur í sveit. Á leiðinni komu ýmsir talentar í ljós.. góðir sagnamenn tæknideildar Icelandair kítluðu hláturstaugarnar og Loftleiða furstarnir þöndu raddböndin til hins ýtrasta...Áfram var keyrt.... gegnum Selfoss... gegnum Hellu... gegnum Hvolsvöll, var þá mörgum farið að lítast illa á. Hvað er handan Hvolsvallar.. getur það verið eitthvað?Loksins var beygt af þjóðvegi 1 til hægri og stefnan tekin inn í vestur Landeyjar, og hvað gat nú verið þar spurði fólk. Loks kom endastöðin í ljós, Hestabúgarðurinn Ármót í Vestur Landeyjum. Aðkoman var stórkostleg. Húsakostur hefur allur verið tekinn í gegn og er hinn glæsilegasti. Ekki spillti það fyrir að veðrið var yndislegt og stórkostlegt útsýni um sveitina.Hafliði Halldórsson heimsmeistari í hestaíþróttum með meiru tók á móti hópnum í Sælukránni sinni sem er innréttuð inn af hesthúsinu. Þar er allt þiljað með grófum við og undir barstólunum, sem eru viðarstólpar af Ströndunum, glóir Helkuhraun. Þar var hópurinn boðinn velkominn og farið með hann í gegnum hesthúsin, en þar voru margir milljónahestar í stíunum. Eftir þetta lá leiðin inn í gistiheimilið sem er eins og allt annað nýtekið í gegn. Þar var fólki vísað til sætis á annarri hæð. Borðhaldið var kapítuli útaf fyrir sig. Það var stórkostlegt að líta yfir sveitina og njóta góðs matar og félagsskaps. Maturinn var mjög velútilátinn, enda sannarlega þörf eftir langan dag og rútuferð. Í forrétt var heimareyktur sjóbirtingur og rækja avocate í vín sósu, aðalréttur Chateau briant ofnbökuð nautalund m. rauðvínsósu og ís með heitri súkkulaðisósu í eftirrétt. Eftir þetta var svo boðið upp á hesta show að hætti Hafliða á nýjum keppnisvelli sem er fyrir framan hesthúsið. Íslenskt vorveður og íslenskir glæsihestar er góð blanda fyrir andann. Að sýningu lokinni var farið inn á Sælukránna aftur og þar var slegið upp sveitaballi með stuðpinnum úr hljómsveitinni Hunangi, og dansað fram á rauða nótt. Lagt var af stað til Reykjavíkur kl. hálf tvö og voru allir sáttir og sælir, já og kátir eftir góða og skemmtilega sveitaferð með "country" ívafi.

 
Molar

23.nóvember 2006
Steingrímur Sigurðsson mun verða aðaltamningamaður á Ármóti í vetur.

18.07.2006
landsmót 2006
Mikil ásókn er í að halda merum undir þá feðga Sæ frá Bakkakoti og Ás frá Ármóti, þannig að langir biðlistar hafa myndast. meira

30.06.2006
Þórður Þorgeirsson sýndi Ás frá Ármóti á Landsmóti í Skagafirði með glæsilegum árangri.

30.06.2006
Sær frá Bakkakoti hlaut fyrsta sæti af stóðhestum með 1.verðlaun.

15.06.2006
Enn bætir Sær frá Bakkakoti í afrekaskrá sína. Á héraðssýningunni í Glaðheimum fyrr í mánuðinum fékk hann 8,62 í aðaleinkun meira

10.06.2006
Animal Planet nýtur gestrisni okkar að Ármóti.

7.06.2006
Þórður Þorgeirsson sýndi Ás frá Ármóti á Héraðssýningunni á Gaddstaðaflöt um helgina og fékk hann í aðaleinkunn 8,36 og Hæfileika 8,59.

30.04.2006
Monty Roberts
Í apríl mánuði héldum við skemmtilega hestasýningu í tilefni komu Unnar Birnu Miss World og Monty Roberts inum heimsþekkta hestahvíslara.

2.03.2006
Mikil spenna er hjá okkur með Sæ frá Bakkakoti og afkvæmi hans sem eru í þjálfun á Ármóti

28.02.2006
Grillskálinn að Ármóti hefur vakið mikla lukku og fjölgar

 

20.11.2005
Daníel Jónsson tamningamaður mun starfa á Ármóti í vetur. Það er mikill fengur að hafa þennan margverðlaunaða kappa í hópnum. Bjóðum við hann velkominn

28.11.2005
Jólahlaðborð á Ármóti laugardaginn 3.des n.k. Skítamórall sér um fjör og dans fram á nóttu meira

5.07.2005
Logi Laxdal heldur áfram að sigra á keppnisvölunum, nú á Frakki frá Mýnesi

18.06.2005 Hilmir-Snær frá Ármóti - afnot 2005
Hilmir-Snær verður á Torfastöðum

27.05.2005
Sigurður V. Matthíasson sýndi Heklu frá Oddgeirshólum, sem er í eigu Ármótabúsins, með 8.40 í aðaleinkun.

27.05.2005
Glæsilegur árangur Loga Laxdals á kynbótasýningum.

25.05.2005
Það virðist sem Ás frá Ármóti ætli að elta föður sinn Sæ frá Bakkakoti í einkunum.

17.05.2005
Höfðinginn Adam frá Ásmundarstöðum er nú staddur á Ármóti og verður í húsnotkun fram til 25.júní

10.05.2005
Það var sannkallaður hátíðarbragur yfir sýningunni sem haldin var laugardaginn 7.maí s.l. á Ingólfshvoli

20.03.05
Margir knapar mættu á reiðnámskeið á Ármóti hjá Johan Häggbergs
11. 12. og 13 mars s.l. Mikil ánægja var bæði hjá Johanni með þátttakendur og hjá þátttakendum með námskeiðið.

23.01.05
Sú nýbreytni verður í ár að höfum mánaðarlega Opið hús á Ármóti.

20.01.05
Haldin verða nokkur reiðnámskeið á Ármóti í vetur með þekktum reiðkennurum. Fylgist nánar með fréttum á molasíðunni.

29.12.04
Myndir frá ráðstefnu Icelandair á Ármóti. skoða myndir

16.10.2004
Blankalogn, fuglinn kom hátt yfir, en 20 gæsir lágu þó í valnum.. meira

25.08.04
Frábær matreiðslumaður sér um veislufæði að Ármótum. meira

28.06.04
Fimm kynbótahross í eigu Dan og Josefine Ewert og Hafliða verða sýnd á Landsmótinu að Hellu.
meira

2.03.2006
Mikil spenna er hjá okkur með Sæ frá Bakkakoti og afkvæmi hans sem eru í þjálfun á Ármóti

28.02.2006
Grillskálinn að Ármóti hefur vakið mikla lukku og fjölgar

28.11.2005
Jólahlaðborð á Ármóti laugardaginn 3.des n.k. Skítamórall sér um fjör og dans fram á nóttu meira

20.11.2005
Daníel Jónsson tamningamaður mun starfa á Ármóti í vetur. Það er mikill fengur að hafa þennan margverðlaunaða kappa í hópnum. Bjóðum við hann velkominn

25.11.2005
Stóðhestarnir Frakkur frá Mýnesi og Hilmir-Snær frá Ármóti voru seldir til Austurríkis nýverið.

10.08.2005
Sigurður Vignir Matthíasson gerði góða ferð á Heimsmeistarmótið í Svíþjóð

5.07.2005
Logi Laxdal heldur áfram að sigra á keppnisvölunum, nú á Frakki frá Mýnesi

18.06.2005 Hilmir-Snær frá Ármóti - afnot 2005
Hilmir-Snær verður á Torfastöðum

27.05.2005
Sigurður V. Matthíasson sýndi Heklu frá Oddgeirshólum, sem er í eigu Ármótabúsins, með 8.40 í aðaleinkun.

27.05.2005
Glæsilegur árangur Loga Laxdals á kynbótasýningum.

25.05.2005
Það virðist sem Ás frá Ármóti ætli að elta föður sinn Sæ frá Bakkakoti í einkunum.

17.05.2005
Höfðinginn Adam frá Ásmundarstöðum er nú staddur á Ármóti og verður í húsnotkun fram til 25.júní

10.05.2005
Það var sannkallaður hátíðarbragur yfir sýningunni sem haldin var laugardaginn 7.maí s.l. á Ingólfshvoli

20.03.05
Margir knapar mættu á reiðnámskeið á Ármóti hjá Johan Häggbergs
11. 12. og 13 mars s.l. Mikil ánægja var bæði hjá Johanni með þátttakendur og hjá þátttakendum með námskeiðið.

23.01.05
Sú nýbreytni verður í ár að höfum mánaðarlega Opið hús á Ármóti.

20.01.05
Haldin verða nokkur reiðnámskeið á Ármóti í vetur með þekktum reiðkennurum. Fylgist nánar með fréttum á molasíðunni.

29.12.04
Myndir frá ráðstefnu Icelandair á Ármóti. skoða myndir

16.10.2004
Blankalogn, fuglinn kom hátt yfir, en 20 gæsir lágu þó í valnum.. meira

25.08.04
Frábær matreiðslumaður sér um veislufæði að Ármótum. meira

28.06.04
Fimm kynbótahross í eigu Dan og Josefine Ewert og Hafliða verða sýnd á Landsmótinu að Hellu.
meira

20.11.2005
Daníel Jónsson tamningamaður mun starfa á Ármóti í vetur. Það er mikill fengur að hafa þennan margverðlaunaða kappa í hópnum. Bjóðum við hann velkominn

25.11.2005
Stóðhestarnir Frakkur frá Mýnesi og Hilmir-Snær frá Ármóti voru seldir til Austurríkis nýverið.

10.08.2005
Sigurður Vignir Matthíasson gerði góða ferð á Heimsmeistarmótið í Svíþjóð

 Myndir frá Ármóti

 

Ármótabúið - Ármótum - Rangárvöllum - tel 354 487 5131 - fax 354 487 5132 - email - armot@armot.is